top of page

Persónuhlífar

  • baettoryggi
  • Sep 16, 2025
  • 2 min read

Persónuhlífar eru síðasta vörnin gegn slysum


Ólíkt öðrum öryggisráðstöfunum sem ætlað er að koma í veg fyrir að atburður eigi sér stað, þá er hlutverk persónuhlífa að draga úr afleiðingum slyss eftir að það hefur orðið.


Rétt val og notkun persónuhlífa

Val á persónuhlífum skal ávallt byggja á áhættugreiningu.Það er mikilvægt að velja réttu hlífarnar fyrir hvert verkefni, þar sem engin ein tegund hentar öllum aðstæðum.

Dæmi:

  • Hanskar geta þjónað mismunandi tilgangi, sumir verja gegn rafmagni en aðrir gegn skurði.

  • Vinnuskór geta verið með eða án stáltáar, með mismunandi skafthæð og ristavörn. Ef hætta er á að hlutir falli á fætur þarf að velja skó með góðri vörn.


Lög og ábyrgð vinnuveitanda

Samkvæmt vinnuverndarlögum ber vinnuveitandi ábyrgð á að útvega starfsfólki nauðsynlegar persónuhlífar og tryggja að þær henti verkinu.Það er mikilvægt að hlífarnar:

  • Passi rétt (ekki of stórar eða of litlar)

  • Takmarki ekki hreyfigetu eða valdi óþægindum

  • Aukist ekki hætta á slysum, t.d. með því að flækjast í búnaði


Viðhald og regluleg skoðun

Persónuhlífar hafa takmarkaðan endingartíma.Eftir mikla notkun getur vernd þeirra minnkað.

  • Rifnir hanskar vernda ekki gegn rafmagni

  • Skemmdar hjálmar veita ekki sömu vörn og nýir

  • Slitnir skór missa dempun og vörn

Því þarf að:

  • Skoða persónuhlífar fyrir hverja notkun

  • Skipta þeim út ef þær eru skemmdar eða ónýtar

Fyrirtæki ættu ekki að líta á endurnýjun sem óþarfa kostnað – ein góð hlíf getur komið í veg fyrir fjarveruslys og borgar sig margfalt.


Fræðsla og þjálfun

Mikilvægt er að starfsfólk fái fræðslu um tilgang og rétta notkun persónuhlífa, þar á meðal:

  • Hvernig á að nota þær

  • Hvernig á að geyma og viðhalda þeim

  • Hvenær þarf að skipta þeim út

Slík fræðsla ætti að vera endurtekin reglulega til að viðhalda þekkingu og tryggja að hlífarnar séu notaðar rétt.

 
 
 

Comments


Pantaðu fund, þér að kostnaðarlausu.
Fylgstu með okkur á
  • Facebook
  • LinkedIn
Allur réttur áskilin 2025 - Bætt Öryggi ehf.
bottom of page