
Mikil reynsla í öryggismálum
Um okkur
Bætt öryggi ehf. var stofnað af Eggert Jóhann Árnasyni með það að markmiði að efla öryggismenningu á íslenskum vinnustöðum.
Eggert hefur yfir 10 ára reynslu af öryggismálum, meðal annars sem leiðtogi öryggismála hjá Rio Tinto í Straumsvík. Þar leiddi hann fjölmörg verkefni á sviði vinnuverndar, þar á meðal innleiðingu Critical Risk Management og umbætur á öryggismenningu samkvæmt Safety Maturity Model. Hann er með B.Sc. í sálfræði og meistaragráðu í vinnusálfræði og nýtir þekkingu sína til að tengja mannlega hegðun, menningu og tækni saman í bættri öryggishegðun.
Bætt öryggi aðstoðar fyrirtæki við:
-
Nýtingu Microsoft lausna til að efla öryggismál, t.d. með uppsetningu vinnulýsinga og áhættugreininga í SharePoint með myndum og myndböndum, eða Power BI skýrslum sem bæði mæla árangur og leiðbeina starfsfólki við áhættusöm verk
-
Þjálfun og fræðslu starfsfólks, bæði í almennum öryggismálum og sérhæfðum viðfangsefnum (t.d. vinnu í hæð, læsa merkja og prófa, lokuð rými, mannlega hegðun og öryggismál o.fl.)
-
Uppbyggingu gæða- og öryggismála með notkun gátlista til að styðja við skilvirka starfsemi fyrirtækja
Bætt öryggi leggur áherslu á að lausnir séu einfaldar, hagnýtar og sniðnar að þörfum hvers viðskiptavinar. Þannig næst sem bestur árangur í að efla öryggi á vinnustöðum.