top of page
gears-1236578_1920.jpg

Viðurkenndar aðferðir

sem lækka áhættuna

Verkefnin

Bætt öryggi sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði öryggismála – til dæmis áhættumati, vinnulýsingum, fræðslu, þjálfun, verkefnaeftirliti og rótargreiningum.

 

Í mörgum verkefnum eru nýttar Microsoft-lausnir sem flest fyrirtæki hafa þegar aðgang að.

 

Bætt öryggi aðlagar sig að þörfum hvers viðskiptavinar með það að markmiði að efla öryggismál og stuðla að öruggara vinnuumhverfi.

 

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um verkefni.

Share point

Stjórnkerfi
Einfalt en öflugt stjórnkerfi í SharePoint þar sem öll helstu skjöl: vinnulýsingar, áætlanir, skrár og fleira eru geymd á einum stað.

 

Kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika, til dæmis að hýsa myndbönd, tengja Power BI skýrslur og fleira sem auðveldar yfirsýn og upplýsingamiðlun.

 

Öll gögn eru geymd rafrænt og verða aðgengileg starfsfólki á einfaldan og öruggan hátt.

stjórnkerfi - Eurometal.png

Vinnulýsingar með áhættumati
Vinnulýsingar þar sem störfin eru stöðluð niður í skref. Fyrir hvert skref er áhættumat þar sem lýst er hver hættan er og hvaða varnar eru til staðar til þess að koma í veg fyrir atvik

Þessar vinnulýsingar eru mjög góðar til þess að þjálfa starfsfólk og viðhalda þekkingu innan fyrirtæksins. 

Power BI

Árangurstengdar skýrslur

Með Microsoft Forms er árangur mældur á einfaldan hátt og gögnin hlaðast sjálfkrafa inn í Power BI skýrslu. Þar er hægt að fylgjast með framþróun í rauntíma.

 

Ferlið er mjög einfalt og veitir stjórnendum og starfsfólki daglega upplýsingar um árangur.

Rýni á Lean - HRT.png
Innsetning fastmálms.png

Leiðbeinandi skýrslur

Power BI má einnig nýta sem verkfæri til að leiðbeina starfsfólki við öryggismál.

Með því að skilgreina breytur sem starfsfólk velur úr, gefur skýrslan fyrirmæli hvaða aðgerðir þarf að grípa til til að koma í veg fyrir slys.

Verkeftirlit & öryggiráðgjöf

Verkeftirlit

Í framkvæmdum og við uppsetningu nýs búnaðar fjölgar oft verktökum á vinnusvæðinu. Með því skapast þörf fyrir aukið öryggiseftirlit.

 

Bætt öryggi hefur mikla reynslu af slíkum verkefnum og leggur áherslu á uppbyggilegt nálgun í öryggismálum.

Untitled design (12).png

Uppsetning á nýjum búnaði

Þegar nýr búnaður er settur upp eða ný vinnusvæði eru hönnuð er mikilvægt að huga að öryggismálum strax í upphafi.

 

Með því að greina atriði eins og umferð um svæðið, aðgengi og vinnuskipulag er hægt að koma auga á mögulegar hættur áður en framkvæmd hefst. Slík forvinnsla sparar bæði tíma og kostnað, þar sem síðar þarf síður að grípa til dýrra úrbótaverkefna til að lækka áhættustig.

Rótargreining

Rótargreining

Eftir slys eða atvik sem hefði getað valdið slysi er mikilvægt að framkvæma rótargreiningu. Fá fyrirtæki hafa hins vegar þann tíma sem þarf til að gera slíka greiningu vel.

 

Reynslan sýnir að oft er gagnlegt að fá óháðan aðila að verkinu sem getur komið með ferska sýn á atburðinn.

 

Bætt öryggi hefur mikla reynslu af rótargreiningu og tryggir fullan trúnað í öllum slíkum málum.

Rótargreining.png
Pantaðu fund, þér að kostnaðarlausu.
Fylgstu með okkur á
  • Facebook
  • LinkedIn
Allur réttur áskilin 2025 - Bætt Öryggi ehf.
bottom of page