top of page

Fallvarnarbúnaður

  • Arni Gudmundsson
  • Aug 28, 2025
  • 2 min read

Updated: Sep 16, 2025


Fallvarnabúnaður - Lífsnauðsynlegur öryggisbúnaður þegar unnið er í hæð

Þrátt fyrir að aðeins mjög lítill hluti starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði vinni í hæð þá er fall úr hæð ein algengasta orsök alvarlegra vinnuslysa. Mörg þessara slysa hefði verið hægt að koma í veg fyrir með notkun á fallvarnabúnaði. Því er mikilvægt að fyrirtæki sem vinna í hæð tryggi öryggi starfsfólks með því að útvega því fallvarnabúnað.



Hverju þarf að huga að?

Það er ekki nóg að setja bara á sig fallvarnabúnað og byrja að vinna. Hann þarf að vera viðeigandi fyrir verkefnið og hann þarf að nota hann rétt. Nokkur atriði sem ber að hafa í huga:


  • Réttur búnaður fyrir verkefnið: Það er munur á því hvort verið er að vinna á þaki, í vinnukörfu eða við stiga. Allar aðstæður krefjast mismunandi búnaðs. Einnig skiptir miklu máli hversu mikilli hæð er unnið í.

  • Rétt geymsla og meðferð: Mikilvægt er að fara vel með fallvarnabúnað. Þetta er búnaður sem er gerður til þess að bjarga mannslífi og því ætti hann að fá „stjörnumeðferð“. Hann á ekki að liggja á gólfi eða í skotti bíls. Ekki geyma hann þar sem hann kemst í snertingu við verkfæri eða ætandi efni sem gætu skemmt hann. Hann ætti að hanga á skilgreindum stað eða vera geymdur í sér tösku.


Mikilvægi forskoðunar

Notendur fallvarnabúnaðs ættu alltaf að framkvæma sjónræna forskoðun þar sem m.a. er athugað hvort að:


  • Saumar eru losnaðir eða skemmdir.

  • Slit, rifur eða skemmdir á böndum eða tengilínum;

  • Beyglur eða sprungur í krókum og karabínum.

 

Ef minnsti grunur er um galla skal taka búnaðinn úr umferð.


Skoðanir af fagaðila

Við förum árlega með bílinn okkar í skoðun til þess að tryggja að hann sé öruggur. Það sama ætti að gera við fallvarnabúnað. Það er mikilvægt að láta skoða hann a.m.k. árlega af viðurkenndum fagaðila.

 

 

Fræðsla fyrir starfsfólk

Mjög mikilvægt er að fræða starfsfólk um hvernig á að vinna í hæð á öruggan hátt. Það er ekki einfalt að klæða sig í fallvarnabúnað. Þetta er ekki eins og öryggisbelti í bíl sem maður spennir á sig og þá er maður góður. Það skiptir miklu máli að búnaðurinn sé rétt notaður og festur rétt þannig að hann tryggi öryggi og sé ekki falskt öryggi. Fyrirtæki ættu að setja kröfu á að:


  • Allt starfsfólk og verktakar sem vinna í hæð fara á fallvarnanámskeið

  • Þekkingu er svo viðhaldið með reglulegri upprifjun.


Í kennslu ætti að koma fram m.a.:


  • Hvernig á að nota búnaðinn rétt

  • Hvernig á að meðhöndla búnað

  • Hvað ætti að skoða í forskoðun?


Að lokum

Fallvarnabúnaður er lífsnauðsynlegur þegar kemur að vinnu í hæð. Þetta snýst ekki um hvað maður getur eða hversu oft maður hefur unnið í hæð án fallvarna heldur snýst þetta um að draga úr líkum á því að detta til þess að tryggja öryggi og við komust heil heim eftir vinnudaginn.

 

 
 
 

Comments


Pantaðu fund, þér að kostnaðarlausu.
Fylgstu með okkur á
  • Facebook
  • LinkedIn
Allur réttur áskilin 2025 - Bætt Öryggi ehf.
bottom of page