top of page
pipe-system-7768312_1920.jpg

Nýttu þér námskeðin

og bættu öryggið

Námskeiðin

Bætt öryggi býður upp á fjölbreytt námskeið sem stuðla að bættri öryggismenningu og auknu öryggi á vinnustað. Hér að neðan má finna yfirlit yfir þau námskeið sem í boði eru.

 

Magnafsláttur ef keypt er fyrir ákveðin fjölda, athuga að hafa þarf samband við Bætt öryggi til þess að fá afslátt:

 

Ef óskað er, getur Bætt öryggi einnig haldið námskeið á vinnustaðnum sjálfum eða á fjarfundi bæði á íslensku og ensku. Þá er hægt að velja milli staðlaðra námskeiða eða sérsniðinna námskeiða sem taka mið af þörfum og áhættum í þínu fyrirtæki. Dæmi um námskeið er vinna í hæð, lokað rými, öryggismenning o.fl.

 

Hafðu samband ef vilji er fyrir að halda námskeið á vinnustað eða á fjarfundi.

 

Framundan:
Unnið er að því að bæta við fleiri námskeiðum á þessu svæði í framtíðinni, svo fylgstu endilega með.

Orkustjórnun -Læsa, merkja og prófa

Lock out tag out - English

Áhættumat

Orkustjórnun.png
Orkustjórnun.png

Orkustjórnun eða læsa merkja og prófa er verkferli sem notað er til þess að tryggja öryggi þegar unnið er með háskalega orku. Þegar unnið er með háskalega orku þá er yfirleitt mikil orka í kringum búnað sem er í notkun og manneskjan því lítil fyrirstaða ef eitthvað fer úrskeiðis. Mismunandi aðstæður í kringum háskalega orku geta skapast og því mikilvægt að öllum verkferlum sé fylgt eftir til að tryggja sem best öryggi.

 

Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi

  • Viti hvað orkustjórnun er, þekki vel ferlið í kringum orkustjórnun og þau mismunandi hlutverk sem starfsmenn gegna í orkustjórnunarferlinu

  • Þekki mismunandi tegundir af læsingum og mismunandi tegundir af lásum

  • Viti hvað bilanagreiningar eru og hvernig þær eru framkvæmdar

Lock out tag out is a process used to ensure safety when working with hazardous energy. When dealing with hazardous energy, there is often a high concentration of energy surrounding the equipment in use, making the human body a minimal barrier if something goes wrong. Various situations can arise when working with hazardous energy, making it crucial to follow all procedures to ensure maximum safety. 

 

By the end of this course, participants will: 

  • Understand what lock out tag it is, be familiar with the process, and recognize the different roles employees play in the energy management system. 

  • Be knowledgeable about different types of locks and locking mechanisms. 

  • Understand what fault analyses are and how they are conducted. 

     

Recommended for 

This course is beneficial for anyone looking to maximize safety when working around hazardous energy. 

Áhættumat er kerfisbundin athugun á vinnuaðstæðum til að finna hvort eitthvað í vinnuumhverfinu eða framkvæmd vinnunnar geti valdið heilsutjóni. Markmiðið er að koma auga á hættur og meta hugsanleg áhrif þeirra á öryggi og vellíðan starfsfólks.

Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi

  • Viti hvað áhættumat er, hvernig það er notað og hvernig það er notað vel

  • Skilji mikilvægi áhættumats í góðri öryggisstjórnun

  • Geti metið hvaða hættur eru til staðar, hverjar eru afleiðingar þeirra og geti stýrt þeim

     

Fyrir hverja?

Áhættumat þarf að gera fyrir alla atvinnustarfsemi, óháð starfsmannafjölda. Þetta á við um öll fyrirtæki og stofnanir, þar með talið bændur og einyrkja. Atvinnurekandi ber ábyrgð á gerð áhættumatsins, en öryggisnefndir og starfsmenn eiga einnig að taka þátt í ferlinu.

Hættuleg efni

24.000 kr.

Mannleg hegðun og öryggismál

24.000 kr.

24.000 kr.

Bóklegt nám fyrir brúkrana (réttindi)

Stigveldi stýringa.png
Bóklegt náme fyrir brúakrana.png

Þetta námskeið fjallar um grundvallaratriði í meðferð hættulegra efna og er ætlað að efla öryggi á vinnustöðum þar sem slík efni eru notuð.

Innihald námskeiðs er m.a.:

  • Hvað telst hættulegt efni og helstu áhættur tengdar notkun þess

  • Hættumerki og flokkun samkvæmt CLP-reglugerð

  • Rétt vinnubrögð við meðhöndlun hættulegra efna

  • Áhættumat og verkferlar tengdir efnavinnu

  • Notkun vinnulýsinga og öryggisblaða (SDS)

  • Rétt geymsla efna til að koma í veg fyrir óhöpp og mengun

  • Varnir gegn alvarlegum slysum af völdum efna

 

Markmið námskeiðs:

  • Að auka skilning þátttakenda á hættum sem tengjast hættulegum efnum

  • Að kenna rétta og örugga meðferð, geymslu og skráningu efna

  • Að efla varnir fyrirtækja til að koma í veg fyrir óhöpp og alvarleg slys á vinnustað

​​

 

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum starfsfólki sem vinna beint eða óbeint með hættuleg efni, sem og stjórnendum sem bera ábyrgð á öryggismálum.

Í öryggisfræðum er oft sagt að mannleg hegðun sé veikasta vörnin til að koma í veg fyrir slys. Flestir sem hafa unnið í öryggismálum þekkja hversu krefjandi það getur verið að fá fólk til að fylgja einföldum öryggisreglum eins og að nota hjálm, girða af vinnusvæði, fylla út gátlista, framkvæma grunnathuganir o.s.frv.

 

Í þessum fyrirlestri skoðum við þessa staðhæfingu út frá sálfræðilegu sjónarhorni:

  • Af hverju mannleg hegðun er veikasta vörnin í forvörnum gegn slysum

  • Hvaða þættir - hugrænir, félagslegir og skipulagslegir - hafa áhrif á hegðun starfsmanna

  • Hvernig við getum með markvissum aðgerðum, þjálfun og öflugri öryggismenningu styrkt þessa vörn og þannig bætt öryggi á vinnustöðum.

 

Fyrir hverja

Fyrir alla sem vilja skilja mannlega hegðun í öryggismálum og efla öryggismenningu á vinnustað.

Bóklegt nám fyrir brúkrana sem er viðurkennt af Vinnueftirlitinu.

 

Það er krafa að hafa réttindi til þess að mega nota brúkrana og hlaupaketti sem geta lyft meira en 5t eða meira. Eftir námskeið þurfa þátttakendur að standast próf.

Þetta er kennt í persónu og á vinnustað kaupenda. Hafðu samband til þess að bóka tíma.

  • Farið yfir brúkrana og uppbyggingu hans

  • Hvernig á að tryggja öryggi

  • Farið yfir ásláttarbúnað

 

Fyrir hverja

Fyrir alla sem eiga að nota brúkrana eða hlaupaketti sem geta lyft 5t eða meira.

Verð

24.000 á mann - afsláttur er veittur fyrir hópa.

24.000 kr.

24.000 kr.

24.000 kr.

Leyfðu okkur að bæta öryggið á þínum vinnustað.
Pantaðu fund, þér að kostnaðarlausu.
Fylgstu með okkur á
  • Facebook
  • LinkedIn
Allur réttur áskilin 2025 - Bætt Öryggi ehf.
bottom of page